Ljóðskáldin í næstsíðasta þættinum eru þau Ásta Fanney Sigurðardóttir og Akureyska vandræðaskáldið Vilhjálmur B. Bragason. Ásta Fanney hefur gefið frá sér ljóðabækurnar Herra Hjúkket og Eilífðarnón og Vilhjálmur hefur samið ljóðabókina Ritsafn II. Auk þess sem bæði eru miklir fjöllistamenn, hafa sungið og leikið víða.

Það eru Hallur Örn Árnason og Kári Liljendal sem sjá um leikstjórn, Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna prógrammið og Darrell Jónsson sér um upptöku í stúdíói.

Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.

Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá.

Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.