Dagurinn í dag er búinn að vera öðruvísi. Á dagskrá var mannfögnuður og listviðburður á vegum Ásgeir H Ingólfsson frænda míns. Litlu frænku var heldur betur farið að langa til að hitta þau fjölskylduna eftir þær fregnir sem Ásgeir hafði fengið, hlakkaði til að gefa smá knús.
Ég bý nú á Akureyri og því ekki langt að fara en einhvernvegin hélt maður að maður hefði aðeins meiri tíma. Svo var víst ekki. Ásgeir kvaddi í nótt. Ég mætti á viðburðinn, sem hélt sér og hitti þar fullt af fólki. Þetta var falleg stund.
Ég ætlaði mér að vera búin að semja ljóð fyrir frænda minn áður en viðburðurinn myndi eiga sér stað en ég kom engum orðum niður. Eftir daginn í dag opnuðust einhverjar gáttir og lítið ljóð varð til til að varðveita minningu Ásgeirs 🤎 Ég kann nú engar ljóðareglur en læt ljóðið fylgja hér með:
Ferðalag
Þvældist um með bros á vör,
Heim svo víðáttumikinn
Í hjarta hans verður heimur að mynd
Og mynd að orðum,
Skrifandi heiminn á blað.
Vináttu fann hann
Þar sem fólk fór saman
Það var ekki bara ferðalag líkamans,
heldur ferðalag sálar,
þar sem allir voru partur af.
Og þar sem hann fór
á hverju móti,
gaf hann orð til fólks
sem hafði ekki talað.
Ferðalögin voru
ekki bara í fjarlægð,
heldur á ferð með vinum,
sem aldrei voru ókunnir.
Í okkar hjörtum,
er hann ferðalag,
ferðalag fagurt sem aldrei endar.