Hér smyglar Ásgeir H Ingólfsson. Hann er skáld, blaðamaður og bókmenntafræðingur og er búsettur í Prag í Tékklandi.
Þetta er blogg um menningu, alls konar menningu, bíómyndir og bókmenntir, tónlist og myndlist, götumenningu og umhverfislistaverk – en líka um ferðalög, fótbolta og pöbbarölt, jafnvel pólitík stöku sinnum.
Við þurfum að smygla orðum, hugsunum og menningu yfir landamæri, á milli sálna, á milli okkar. Á milli okkar og hinna, hverjir sem hinir kunna að vera. Við þurfum að tala saman og skrifast á og hvíslast á.
Annars fer þetta allt til andskotans. Kannski fer þetta allt til andskotans hvort eð er, en það er óþarfi að þegja á meðan.
Þetta er tilraun, ökupróf fyrir menningarblogg á internetinu. Þetta verður geimbíll fyrir ferðasögur, seglflugvél fyrir bíódóma, ratstjá fyir myndlist. Sjórnæningjaskúta sem þið þurfið að hjálpa mér að halda á floti.
Það er ýmislegt í deiglunni, ýmislegt sem kemur betur í ljós síðar. Ýmislegt sem vonandi hjálpar þessari síðu að vaxa og dafna, verða fjölbreyttari og öflugri.
Ég er alveg til í gagnkvæman stuðning – ég styrki þig og þú skrifar um bókina mína. Setti slóðina hér fyrir neðan – hún er enn í Flash formati svo leyfa þarf Flash-player. Bókin heitir Föruneyti Signýjar og hægt er að Gúgla því nafni eða mínu til að afla frekari upplýsinga.