Smygl og flandur í barbaríinu / / Ásgeir H Ingólfsson smyglar

Ásgeir H Ingólfsson (1976-2025)

Arngrímur Vídalín skrifar

Gleðskapur Háskólalistans í Stúdentakjallaranum 2007. Höfundur situr í sófa með Ásgeiri.

Gleðskapur Háskólalistans í Stúdentakjallaranum 2007. Höfundur situr í sófa með Ásgeiri.

Of margt gott fólk kveður of snemma. Nú er vinur minn Ásgeir H Ingólfsson mjög skyndilega búinn að kveðja, en við sem eftir stöndum ekki búin að kveðja á móti. Við erum í losti. Þetta er óskiljanlegt, ósanngjarnt, ó-allt.

Ég held að enginn maður hafi lifað lífinu eins mikið í þágu ástríðu sinnar og Ásgeir gerði. Hann fórnaði öryggi og tekjum til að fá að ástunda það sem hann elskaði, og hve mjög hann elskaði það sem hann fékkst við. Menningu, listir, lífið. Og hann gaf okkur að skilnaði fögnuð á öllu þessu.

Mikið óskaplega vildi ég að hann hefði getað verið með í kvöld. Ég veit svosem að hann verður þar og fyllir rýmið með gæsku sinni og lífsgleði. En af eigingirni minni vildi ég hafa getað talað meira við hann. Þakkað honum fyrir sitthvað sem hann gerði fyrir mig án þess einu sinni að pæla í því. Sagt honum hvað mér þykir ævarandi vænt um hann.

Það verður fögnuður í kvöld. Við ætlum að fagna lífi Ásgeirs, sem elskaði lífið, lifði lífinu svo vel og á eigin forsendum. Og nú hefur hann fært okkur hvert annað, aðskiljanlegasta fólk sem skyndilega hittist í fyrsta sinn inni í tóminu sem hann skilur eftir, í gleði og sorg. Það er eitthvað fádæma fallegt við þetta allt saman.

Svo þarf bara að útkljá það við heiminn einhvern tíma seinna hversu yfirgengilega ósanngjarn hann er.

Gleðskapur Háskólalistans í Stúdentakjallaranum 2007. Höfundur situr í sófa með Ásgeiri.
Gleðskapur Háskólalistans í Stúdentakjallaranum 2007. Höfundur situr í sófa með Ásgeiri.