Þetta átti að verða grein – en hún varð svo aldrei skrifuð, þannig að hér fáið þið bara berstrípaðan lista – engar málalengingar þetta árið!
Bestu myndir ársins:
- Toni Erdman (Maren Ade)
- Ég, Olga Hepnarova / Já, Olga Hepnarova (Petr Kazda & Tomás Weinreb)
- Tower (Keith Maitland)
- Kveðja frá Fukushima / Grüse aus Fukushima (Doris Dörrie)
- Spotlight (Tom McCarthy)
- Fatlafól / Tiszta Szivvel / Kills on Wheels (Attila Till)
- Kennarinn / Ucitelka / The Teacher (Jan Hrebejk)
- Bílagarðurinn / Yarden (Måns Månsson)
- Að vera 17 / Quand on a 17 ans (André Téchiné)
- Paterson (Jim Jarmusch)
- Besti dagur í lífi Olli Mäki / Hymyilevä mies (Juho Kuosmanen)
- Dauðinn í Sarajevo / Smrt u Sarajevu (Danis Tanovic)
- American Honey (Andrea Arnold)
- Zootopia (Byron Howard & Rich Moore)
- Arrival (Denis Villeneuve)
- Creed (Ryan Coogler)
- Midnight Special (Jeff Nichols)
- Hinn alvarlegi leikur / Den allvarsamma leken (Pernilla August)
- Captain Fantastic (Matt Ross)
- Miles Ahead (Don Cheadle)
- Flóðið / Bolgen (Roar Uthaug)
- Ég er þín / Jeg er din (Iram Haq)
- Útskriftin / Bacalaureat (Cristian Mungiu)
- Deadpool (Tim Miller)
- Carol (Todd Haynes)
- Anomalisa (Charlie Kaufman)
- Doctor Strange (Scott Derrickson)
- Fantastic Beasts and Where to Find Them (David Yates)
- Bandaríki ástarinnar / Zjednoczone stany milosci (Tomasz Wasilewski)
- The Lobster (Yorgos Lanthimhos)
Verstu myndir ársins:
- Suicide Squad (David Ayer)
- A Quiet Passion (Terence Davies)
- Genius (Michael Grandage)
- Drekinn mætir! / Ejdeha Vared Mishavad! (Mani Haghighi)
- Batman V Superman: Dawn of Justice (Zack Snyder)
- Eldur á hafi / Fuocoammare (Gianfranco Rosi)
- Sully (Clint Eastwood)
- Úr fjarska / Desde allá (Lorenzo Vigas)
- Góð eiginkona / Dobra zena (Mirjana Karanovic)
- X-Men: Apocalypse (Bryan Singer)
Náði ekki að sjá myndir eins og The BFG, The Nice Guys, A Bigger Splash, Eye in the Sky, Hacksaw Ridge, Nocturnal Animals, Louder than Bombs, Pete’s Dragon, Lion, Hell or High Water, Everybody Wants Some, Born to be Blue, High-Rise, Hunt for the Wilderspeople og Sing Street, sem mögulega ættu heima á þessum lista – fyrir utan allar Óskarsmyndirnar sem koma fæstar í Evrópsk bíó fyrr en núna í ár …
Listagerðarmaður: Ásgeir H Ingólfsson
Gaman að þessu.
En ég er svolítið hissa á að sjá Eldur á Hafi á lista yfir verstu myndir ársins. Þætti gaman að heyra rökstuðning ef hægt er!
Mér fannst hún bara eitthvað svo fölsk. Vissulega mjög vel tekin og falleg – og sumar senurnar með flóttamönnunum eru fínar, margar hins vegar síðri. En það hvernig hún fléttar þær saman við söguna af ítölskum strákum (og fleiri bæjarbúum) fannst mér engan vegin virka, og var bara tilgerðarlegt. Margar sögurnar áttu alveg sín móment – en mér fannst ekkert raunverulega tengja þær, nema mögulega einhver tilgerðarleg hugmynd í hausnum á leikstjóranum.
Og á endanum fannst mér þetta bara vera hvítir, ríkir vel meinandi Vesturlandabúar að klappa sér á bakið. Sem fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér þegar umfjöllunarefnið er málstaður sem ég brenn fyrir – hann á skilið miklu betri mynd.