Lítill fugl er líklega besta lag Akureysku sveitarinnar 200.000 naglbítar. Þetta er angurvært og einfalt, hægt að skilja það samt á ótal vegu – bókstaflegt eða yfirfæra það á þá sem hafa orðið undir í lífinu eða bara sjálfan sig þegar maður er lítill í sér.
En aðallega er þetta lag um alla gleymda og misskilda listamenn heimsins:
Hann söng um sorg
Svo undurblítt
Þið skylduð ekki neitt
Myndbandið, sem komst nýlega í leitirnar aftur, er svo algjört listaverk – klippimyndir (e. stop motion) í bland við kunnuglega hoppandi stúlku. Að reyna að leika fugl, eins og við erum öll stundum að reyna.
Texti: Ásgeir H Ingólfsson