Við erum stödd á Zawa-fjalli í Kúrdahéröðum Írak, með útsýni yfir gervalla Duhok-borg, þegar maður á mótórhjóli kemur á móti okkur, stekkur af hjólinu og tekur upp hljóðfæri og byrjar að spila. Svo spyr hann fylgdarmann okkar, hann Roj, að nafni. Í kjölfarið fylgdi lagið sem sjá má á myndskeiðinu.

Seinna meir komumst við svo að því að lagið fjallaði um það að Roj muni finna sér sjötuga þýska konu sem kvonfang til þess að fá þýskan ríkisborgararétt. Og þótt Roj sé almennt mikill rólyndismaður var hann alls ekki sáttur við þessa framtíðarspá.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson / Myndband: Malik Berkati