Það er kominn vetur og þá er kominn tími á Nick Cave. Manninn sem ýtir sjálfum himninum í burtu. Þetta er platan þar sem röddin hans hafði lækkað, það er ekki alveg sami frumkraftur og áður – það er komin örlítil elli í hana, enda maðurinn orðinn 55 ára þarna (61 árs núna). Það tók smá tíma að venjast henni, maður var að bíða eftir frumöskri hins þrítuga eða fertuga Cave – en svo finnur maður styrkinn, viskuna og reynsluna í þessari nýju gömlu rödd. Og skilaboðin eru einföld – þú þarft bara að halda áfram að ýta. „You’ve gotta just keep on pushing.“

Það varð samt erfiðara að ýta ekki löngu seinna þegar Arthur, fimmtán ára sonur Cave, féll fram af kletti og lést. Það er raunar ástæðan fyrir því að mér varð hugsað til Cave núna, því hann skrifaði þetta undurfagra bréf til aðdáanda nýlega, sem spurði út í sonarmissinn.

CaveLetter

Texti: Ásgeir H Ingólfsson (og bréfið: Nick Cave vitaskuld)