Við vitum öll um Klausturfokk síðasta þriðjudagskvölds – en það er hins vegar rétt að muna að þetta voru einfaldlega ótýndir dónar sem yrðu líklega engu skárri félagsskapur önnur kvöld. Það er nefnilega rétt að muna að það er hægt að skemmta sér fallega, án þess að niðurlægja konur, samkynhneigða, fatlaða – já, og bara alla sem eru gáfaðri og fallegri en þeir sjálfir – og það er hægt að gera það á þriðjudagskvöldum líka, eins og gleðisveitin Partí sýndi best í laginu Þriðjudagskvöld. Svo viljum við bara þakka Marvin fyrir upptökuna og vona að hann fái betri félagsskap næsta þriðjudagskvöld!

Texti: Ásgeir H Ingólfsson