Stundum kveikja stöku tónar bíósenur í hausnum á manni. Þetta lag bjó til eftirfarandi senu:

Það er niðamyrkur og hafið er kyrrt, spegilslétt, en samt, það er eitthvað að bærast í djúpinu – og svo leggst árabátur upp að skipinu, í fullkominni þögn, og þöglir menn klifra upp með hníf á milli tannana. Og við vitum hvernig þetta mun enda.

Þetta er áður en menn byrja að kveðast á, hvísla fyrst:

The bus is a symbol, it‘s a metaphor for something bigger …

Hvíslarinn er meðlimur namibísku rappsveitarinnar Three Storey Bus Boys, lagið er laginu Kill Bill III, þetta er trilógían sem var aldrrei kláruð. Þeir syngja svo áfram:

Joey on our way, got the money on the lay, I‘m trappin every day.

Lagið er splunkunýtt, kom út rétt fyrir skýrslunnar um úldna fiskinn og múturnar. Textinn er augljóslega allur ortur um Samherja, já, eða mútuþega þeirra. Rútutrákarnir eru skuggaráðuneyti Wikileaks, Stundarinnar og RÚV – rappa fréttirnar í beinni.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson