Eftir hávísindalega rannsókn Menningarsmygls er niðurstaðan komin; það syngur enginn jólalög betur en Nat King Cole. Þeir voru þrír á besta jóladisknum sem var til á bernskuheimilinu, hann, Sinatra og Bing Crosby. Og af öllum jólalögum er þetta fallegast – af því það er svo einkennilega sorglegt. Textinn er ósköp huggulegur og kósí – en Cole skilur harminn sem svo oft fylgir jólunum ásamt gleðinni, þessi áminning um að lífið sé kannski ekki endilega sá hamingjudraumur sem er haldið að okkur á jólunum – og þessi harmur er í röddinni, í útsetningunni, án þess að gleðin týnist. Þannig nær hann fullkomlega öllum þeim þversagnakenndu og flóknu tilfinningum sem geta fylgt þessari dramatískustu hátíð okkar í einu þriggja mínútna og sextán sekúnda popplagi.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson

Mynd: William P. Gottlieb – Wikimedia Commons.