„Körfuboltamenn eiga bara að halda kjafti og dripla.“ Þetta sagði Kobe Bryant þegar hann tók við óskarsverðlaununum fyrir bestu stuttu teiknimyndina – og þakkaði um leið fyrir að fá að komast upp með það að gera fleira en að dripla boltanum. Og þótt þetta sé ekki besta mynd í heimi er samt helvíti hressandi að fá stundum almennilega skörun á milli íþrótta og lista, eitthvað sem forngrikkir vissu manna best að hefðu gott af miklu meiri samslætti en oftast er raunin nú til dags.

Bryant vann verðlaunin ekki einn, Glen Keane sem teiknar og sjálfur John Williams sér um tónlistina. Það kemur því á óvart að er stærsti veikleiki myndarinnar – Williams okkar virkar á ansi mikilli sjálfstýringu hérna, maður

Keane hefur mest unnið sem hirðteiknari einstakra persóna í Disney-myndum, það sem kallast character design á ensku, og túlkaði þar hafmeyjuna Ariel, Dýrið, Alladín, Pocahontas og Tarzan. Og núna, Kobe Bryant.

Sagan er byggð á ljóði sem Bryant samdi í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar þegar hann tilkynnti að hann væri við það að hætta – og jú, jú, þetta er ósköp sætt, en nær alveg alvöru hæðum þegar hann lýsir því að hætta

Hjarta mitt þolir höggin

Hugur minn stritið

En líkami minn veit að kveðjustundin er runnin upp

Teiknarinn skiptir yfir í röntgenmynd af stökkvandi en þjáðum líkama – og svo kemur stuttu seinna þessi einfalda lína – And that‘s OK“ – en þar nær raddleikarinn Kobe sýnum hæstu hæðum. Sáttinn er í röddinni.

Eftir ljóðið var svo Eiríkur Guðmundsson tekinn í viðtal á Rás 1 þar sem hann las fyrst upp ljóðið í þýðingu Bergsteins Sigurðssonar og Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur – og ræddi svo ljóðlist Kobe undir yfirskriftinni „Kobe Bryant er módernisti.“

Hér má hlusta á innslagið – og spurning hvort mætti prófa að láta Eirík hreinlega talsetja stuttmyndina?

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson