Joni Mitchell sá framtíðina fyrir sléttum fimmtíu árum. Framtíð Reykjavíkur, nánar tiltekið. Sagði okkur frá því hvernig þeir malbikuðu yfir Bíó Paradís og settu þar bílastæði og bleikt hótel. Hún var í heimsókn í Hawaii þegar hún fékk þessa sýn, svona tengjast afskektar eyjur heimsins, goskvikan flytur hugmyndir og framtíðarsýnir í gegnum gervallan hnöttinn.

Þetta söng Joni:

They paved paradise

And put up a parking lot

With a pink hotel, a boutique

And a swinging hot spot

Svo bætti Bob Dylan við, í einni af ótal ábreiðum lagsins:

A big yellow bulldozer took away the house and land

Við vonum auðvitað að Joni hafi bara séð fimmtíu ár fram í tímann, ekki 50 og hálft ár, og þetta bjargist allt einhvern veginn. Hollywood fór samt dálítið illa með hana Joni okkar í upphafi aldarinnar, þegar bíómyndin sem gerð var eftir About a Boy sniðgekk algerlega tvö mikilvægustu tónlistartilvísanirnar í bókinni – sem voru annars vegar Joni Mitchell og hins vegar Nirvana, uppáhalds söngkona mömmu Markúsar og uppáhaldsband stelpunnar sem hann verður skotinn í. Í staðinn kom í myndinni fyrir löngu gleymdur rappari (Mystikal) og auðgleymd ábreið af Killing Me Softly. En Joni var sálin í magnaðri bók Hornby – eins og sést á eftirfarandi dæmi:

„He was quite happy at home, listening to Joni Mitchell and reading books, but it didn’t do him any good at school. It was funny, because people would probably think the opposite — that reading books at home was bound to help, but it didn’t: it made him different, and because he was different he felt uncomfortable, and because he felt uncomfortable he could feel himself floating away from everyone and everything, kids and teachers and lessons.“

Og ljúkum þessu því bara á miklu betra lagi en leigubílnum gula, uppáhaldslagi Fionu, mömmu Markúsar – og sjáið bara þessa mynd sem fylgir; rauðvínið, rettan, þetta svipmikla andlit, þessi póesía, þessi rödd …

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson