Brittney Denise Parks átti að vera í stelpubandi með systur sinni. Þannig sá stjúpfaðir þeirra allavega framtíðina fyrir sér, hann var stórbokki í músíkheiminum og áttaði sig fljótt á tónlistarhæfileikum systrana.

En Brittney hafði lítinn áhuga á tyggjópoppi og fór ung að heiman og fetaði eigin slóð, tók upp sérviskulegt listamannsnafn, Sudan Archives, lærði á fiðlu og fór að gera fiðluskotna popptónlist með dassi af hipp-hoppi.

Þar rakst ég svo á hana, með undirspil í ástralskri bíómynd, og hér er hún, með fiðluna flakkandi um afríska markaði, með mótórhjólatöffurum, fiðlan er hennar leynivopn. Enda tapar enginn sem mætir með fiðlukassa í einvígi.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson