Við erum á tónleikum og það er kominn tími á að kynna bandið. Það fær oftast klapp, jafnvel þótt það sé misvel gert, en hefur einhver kynnt bandið af meira listfengi en Louis Armstrong sjálfur í myndinni New Orleans?
Hann er staddur með landsliði djassleikara þess tíma – og kynnir þá sönglandi eins og um þjóðsagnapersónur sé að ræða, sem þeir eru auðvitað.
„Hér fæddist blúsinn, hérna í New Orleans,“ kallar hann. Hann segir okkur frá tveggja handa píanistanum Charlie Beal sem hljómar eins og hann hafi tuttugu hendur og félögum hans í bandinu og undir lokin fáum við ljóðræna útlistun á hvaðan músíkin kemur.
„Þetta eru plantekrulög, lög frá Gullströnd Afríku, frá litlum kirkjum, smábátum …“ útskýrir einn gesturinn – en mann langar samt bara mest að drífa sig til New Orelans, þar sem djassinn fæddist. Og komast að því hvernig þessi rómans á milli Satchmo og Billie Holiday endar …
Texti: Ásgeir H Ingólfsson