But thanks for your time
then you can thank me for mine
and after that’s said
forget it

Já, elsku Sixto, takk fyrir tímann, takk fyrir lögin, takk fyrir orðin, takk fyrir að spila fyrir mig og fleiri í litlum sal í Karlín eitt heitt júlíkvöld fyrir sjö árum.


Eftir á hugsaði ég bara: þvílíkur maður, þvílíkt skáld, þvílík músík. Röddin var lítillega farin að láta á sjá, enda maðurinn 74 ára og nýbyrjaður að túra aftur eftir feril sem skyndilega lifnaði á ný. En þessi lög voru svo góð og svo var hann svo helvíti fyndinn og skemmtilegur á milli laga. Hann hefði þess vegna alveg getað sleppt því að syngja og bara sagt sögur, það hefði verið miðans virði líka.

Enda var hans sérsvið að segja sögur – og hann gerir það án málalenginga. Merkilega mörg af hans bestu lögum eru ekki með neitt viðlag og lýkur nánast um leið og síðasta orðið er kveðið, þegar sagan er búin er komið að næsta lagi.

Hans saga var sannarlega óvenjuleg, hann var efnilega verðandi stórstjarnan sem hvarf svo í mannhafið og hætti að spila, öllum gleymdum – nema þeim í fjarskanum. Plöturnar hans tvær voru nefnilega frægar og vinsælar í bútleggútgáfum meðal andspyrnufólks gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, eins og heimildamyndin Searching for Sugar Man greinir frá svo eftirminnilega.


Sugar Man var einkennislagið hans, fyrsta lagið á fyrri plötunni, Cold Fact, og þessar línur um frelsandi sykurmanninn eru einfaldlega algjört gull:

Silver magic ships you carry
Jumpers, coke, sweet Mary Jane

Sugar man you’re the answer
That makes my questions disappear


Við fáum svo enn betra sýnidæmi af skáldinu Sixto Rodriguez í þriðja laginu, Crucify Your Mind:


Was it a huntsman or a player
That made you pay the cost
That now assumes relaxed positions
And prostitutes your loss?

Were you tortured by your own thirst
In those pleasures that you seek
That made you Tom the curious
That makes you James the weak?


Hann líkur svo laginu á þessu stefi:

And you assume you got something to offer
Secrets shiny and new
But how much of you is repetition
That you didn’t whisper to him too


Og þá er það líka búið, engar endurtekningar, ekkert viðlag, einn tónn í viðbót eftir síðasta orðið.

Hann gat líka verið pólitískur, sem útskýrir að stórum hluta vinsældirnar í S-Afríku – og besta dæmið er The Establishment Blues, sem heitir fullu nafni This is Not a Song, it’s an Outburst: or the Establishment Blues.

Þetta lag nær einhvern veginn utan um alla pólítíska og þjóðfélagslega óánægju allra þjóðfélaga allra tíma, alla deyfðina, vonleysið – hlustið bara og raulið með, ég skil textann allan eftir hér fyrir neðan, hér er einfaldlega ekki hægt að velja úr.


The mayor hides the crime rate
council woman hesitates
Public gets irate but forget the vote date
Weatherman complaining, predicted sun, it’s raining
Everyone’s protesting, boyfriend keeps suggesting
you’re not like all of the rest

Garbage ain’t collected, women ain’t protected
Politicians using, people they’re abusing
The mafia’s getting bigger, like pollution in the river
And you tell me that this is where it’s at

Woke up this morning with an ache in my head
I splashed on my clothes as I spilled out of bed
I opened the window to listen to the news
But all I heard was the Establishment’s Blues.

Gun sales are soaring, housewives find life boring
Divorce the only answer smoking causes cancer
This system’s gonna fall soon, to an angry young tune
And that’s a concrete cold fact

The pope digs population, freedom from taxation
Teeny Bops are uptight, drinking at a stoplight
Miniskirt is flirting I can’t stop so I’m hurting
Spinster sells her hopeless chest

Adultery plays the kitchen, bigot cops non-fiction
The little man gets shafted, sons and monies drafted
Living by a time piece, new war in the Far East
Can you pass the Rorschach test?

It’s a hassle it’s an educated guess.
Well, frankly I couldn’t care less.


Þarnæst er svo Forget It, sem ég síteraði í upphafi – og virðist vera afskaplega falleg kveðja til einhverrar fyrrverandi, laust við biturð:

It didn’t work out
But don’t ever doubt
How I felt about you


Næst er Inner City Blues, sem er örugglega ágætis lexía fyrir marga foreldra sem finnst þeir vera að missa tengslin við krakkana sína:

‘Cos Papa don’t allow no new ideas here
and now he sees the news, but the picture’s not too clear

Mama, Papa, stop
treasure what you got
Soon you may be caught
without it


Næst er einn af gimsteinum plötunnar, I Wonder. Maður sér hann hreinlega fyrir sér, horfandi yfir mannhafið og að gera einmitt þetta, velta fyrir sér fólkinu fyrir framan sig. Bæði fólki sem hann þekkir og öðrum sem hann þekkir ekki.


I wonder how many times you’ve been had
And I wonder how many plans have gone bad
I wonder how many times you had sex
And I wonder do you know who’ll be next
I wonder I wonder wonder I do


Næstsíðasta lagið er svo vögguvísa – sem heitir Gomorrah. Hann breytir aðeins röddinni þegar hann syngur viðlagið, syngur eins og hann sé í alvörunni að spila á gítar á singalong í leikskóla:


Gommorah is a nursery rhyme
You won’t find in the book
It’s written on your city’s face
Just stop and take a look

Þetta er vitaskuld umkringt sögum af hórum og þjófum og útigangsfólki. Hans Gómorra var Detroit, sú ameríska stórborg sem hefur líklega upplifað einna stórtækustu breytingarnar síðustu áratugina, og væri sannarlega gaman ef einhver myndi finna framhaldslag eftir hann um borgina – en borgin er nærri í flestum lögunum, þetta er maður að yrkja um hverfið sitt, um borgina, um fólkið.

Plötunni líkur svo á einfaldan hátt, með þessari endurtekingu, um einsemd allra sem eru að hlusta einir heima við plötuspilarann:

I know you’re lonely
I know you’re lonely
I know you’re lonely…


Já, fyrir utan óvænta kveðju í lokin – talaða, endurtekningu úr öðru lagi:

Thanks for your time
And you can thank me for mine
And after that’s said
Forget it

Bag it, man

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson

Mynd: By B0rder – Own work, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=31785629