Shabaaz Mystik er tónlistarmaður og ljóðskáld, ættaður frá Kongó-Brazzaville. Ég hitti hann í gegnum sameiginlegan vin tveimur dögum fyrir tónleika sem hann hélt (og þar tók ég forsíðumyndina) – en þetta kvöld, tveimur dögum áður, þá ákvað hann skyndilega að fara frá barnum á rólegan bekk af því hann þurfti nauðsynlega að semja eitt nýtt lag á kalimbuna sína.

Þetta er myndband af því, frá bekk rétt hjá bjórgarði í Vinohrady á miðvikudagskvöldi. Smá afróbít í Evrópska nóttina.

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti og myndband: Ásgeir H Ingólfsson