Menningarsmygl kynnir fyrstu óbeinu útsendinguna af Menningarfréttum á þessu ári! Allt það helsta úr menningu vikunnar á örfáum mínútum! Íslensku bókmenntaverðlaunin, nýjustu verðlaun Hildar Guðna, ný breiðskífa Hatara, útvarpsstjóri og menningarsögulegt stórslys í uppsiglingu, ef Bíó Paradís verður lokað.

Meðal efnis í annarri útgáfu Menningarfrétta er sumsé:

Hildur Guðnadóttir raðar inn verðlaunum fyrir Chernobyl og Joker

Neyslutrans, ný breiðskífa Hatara

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent: Bergrún Íris, Sölvi Björn og Jón Viðar

Nýr útvarpsstjóri tilkynntur

Bíó Paradís boðar fyrirhugaða lokun

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.