Er það satt að þegar að þessu lífi lýkur

verðum við vakin

með háværu lúðraglamri?

Fyrirgefðu mér, kæri Guð, en ég hugga mig við

að endalok og upprisa okkar allra, hinna dauðu

verði einfaldlega tilkynnt með einföldu hanagali

Eftir það fáum við að liggja í friði í stundarkorn …

sú sem fer fyrst á fætur verður

mamma … við heyrum í henni

kveikja varlega í arninum,

leggja ketilinn létt á eldstóna

og taka tepottinn í hægðum sínum út úr skápnum

og þá verðum við komin aftur heim

– Vladimír Holan (1905-1980)

(þýðinguna gerði Ásgeir H Ingólfsson úr ensku)

Vladimír Holan var tékkneskt skáld sem fæddist og lést í Prag, lést á Kampa-eyju sem núna ætti að vera troðfull af fólki að sleikja vorsólina en í ljósi aðstæðna er það líklega ekki.

Holan er líklega þekktastur á heimsvísu fyrir hið langa og torræða ljóðabálk Nótt með Hamlet, en fyrirlestur um það reyndist fyrsta heimaverkefnið mitt í Karlsháskóla í Prag um aldamótin. Heima fyrir er hann hins vegar líklega þekktari fyrir Bajaja, ljóð sem hann orti til dóttur sinnar Kateřinu, sem var með downs-heilkenni. Bajaja er ásamt Maninka eftir Nóbelskáldið Jaroslav Seifert líklega mest kennda ljóðið í tékkneskum grunnskólum.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.