Kyndugt er í þokunni að þramma!
Sérhver runni og steinn einmana
tréin sjá ekki næsta tré
einsemdina sameinar okkur öll
veröldin var full af vinum
þegar lífið var ennþá létt
nú er þokunni að létta
en samt þá enginn sést
Það öðlast enginn sanna visku
sem þekkir ekki myrkrið
sem í óumflýjanlegri þögn
klýfur mann frá öllu
Kyndugt er í þokunni að þramma!
Lífið er einsemd,
Enginn manneskja þekkir neina aðra,
Einsemdina sameinar okkur öll
– Hermann Hesse (1877-1962)
(Ásgeir H Ingólfsson þýddi)
Hermann Hesse var svissneskt-þýskt skáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1946 og var þekktastur fyrir skáldsögur á borð við Steppenwolf og Siddhartha. Hann var fæddur Þjóðverji og Rússi, þar sem faðir hans var fæddur inn í þýska minnihlutann í Eistlandi, sem þá var rússneskt yfirráðasvæði.
Ljóðið heitir á frummálinu Im Nebel og er frá árinu 1905, hér má finna frumútgáfuna ásamt einni af nokkrum enskum þýðingum.
En svo má auðvitað spyrja sig hvort uppfæra ætti titilinn og kalla ljóðið Í kófinu …
Mynd: By The weaver, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=208257
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.