Matthew McConnaughey var í viðtali við Emmanuel Acho í þættinum Uncomfortable Conversation With a Black Man. McConnaugey lauk þættinum á ljóðbroti, línum úr mögnuðu ljóði Langston Hughes, „Let America Be America Again.“

„Mig langar bara að lesa þetta eina brot sem stóð upp úr fyrir mig,“ sagði leikarinn – og las svo (á 11.35):

O, let America be America again—

The land that never has been yet—

And yet must be—the land where every man is free.

Þetta eru magnaðar línur, en einmitt þarna hefðu samræðurnar alveg mátt verða aðeins óþægilegri. Matt, af hverju valdirðu einmitt þennan bút, þennan almennasta bút kvæðisins – bút sem jafnvel vel stæðir hvítir menn geta kinkað kolli yfir án mikillar umhugsunar?

Stór hluti kvæðisins er nefnilega mun sérstækari – með línum á borð við þessar, sem seint verður sagt að eigi vel við ríka Hollywood-leikara:

I am the poor white, fooled and pushed apart,

I am the Negro bearing slavery’s scars.

I am the red man driven from the land,

I am the immigrant clutching the hope I seek—

And finding only the same old stupid plan

Of dog eat dog, of mighty crush the weak.

Bestu ljóðin virka oft svona, þau eru mjög sértæk og mjög almenn í senn, enda er lífið sjálft þannig, blanda af hinu einstæða og hinu almenna. Þannig öðlast stuttir bútar oft sjálfstætt líf – sem er oft frábært, en getur líka þýtt að samhengið gleymist.

Seinni búturinn sem ég vitna í er líka ansi almennur fyrir stóran hluta Ameríkana, mjög almennur fyrir alla nema vel stæða hvíta menn sem eru af amerískum ættum. Þannig segir það sjálfsagt ansi mikið um okkur hvaða búta við veljum úr ljóðum sem við fjöllum um – ekki síður en hvaða ljóð við veljum. Því ljóð er ekki bara heill heimur, þau eru margir heimar – og stundum skiljum við bara suma þeirra.

En hér er ljóðið allt, og hér fyrir neðan í flutningi Chadwick Boseman, þið getið svo bæði notið þeirra heima sem þið skiljið strax – og reynt að kynna ykkur hina betur.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson

Mynd: By Carl Van Vechten – This image is available from the United States Library of Congress’s Prints and Photographs divisionunder the digital ID cph.3a42821.This tag does not indicate the copyright status of the attached work. A normal copyright tag is still required. See Commons:Licensing for more information., Public Domain, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=30808576