Einu sinni var ég helvíti góður að giska á íslensku bókmenntaverðlaunin. Það var þegar ég vann í bókabúð og maður fór að sjá sýnir með gulum miðum á vissum bókum, enda alþekkt að enginn er ráðinn í alvöru bókabúð sem ekki er líklegur til að mynda yfirskilvitleg tengsl við allar bækurnar, líka þær sem viðkomandi las aldrei, enda seitla alvöru bækur inní fólk sem er nálægt þeim með tímanum. Svo myndi maður heldur aldrei finna neitt þarna annars þegar tölvukerfin bregðast manni.
En núna eru allar bókabúðir lokaðar hérna í Tékklandi fram á fimmtudag og það væri hvort eð er alls óvíst að nýjasti Kalmaninn væri komin þangað, þannig að þessi spá er því aðeins birt hér til þess að virðulegir bóksalar á Íslandi geti hlegið að henni í skammdeginu.
Þannig að án frekari málalenginga, hér kemur spáin:
Barnabækur:
Blokkin á heimsenda – Arndís Þórarinsdóttir & Hulda Sigrún Bjarnadóttir
Ofurhetjan – Hjalti Halldórsson
Hestar – Hjörleifur Hjörleifsson og Rán Flygenring
Skógurinn – Hildur Knútsdóttir
Vampírur, vesen og annað tilfallandi – Rut Guðnadóttir
Aðrar líklegar:
Barnaræninginn – Gunnar Helgason
Iðunn og afi pönk – Gerður Kristný
Gullfossinn – Sigrún Eldjárn
Hellirinn – Hildur Loftsdóttir
Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin – Yrsa Sigurðardóttir
Hetja – Björk Jakobsdóttir
Íslandsdætur – Nína Björk Jónsdóttir
Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf – Snæbjörn Arngrímsson
Fagurbókmenntir:
Eldarnir – Sigríður Hagalín
Fjarvera þín er myrkur – Jón Kalman
Gata mæðranna – Kristín Marja
Truflunin – Steinar Bragi
Hetjusögur – Kristín Svava
Aðrar líklegar:
Þagnarbindindi – Halla Þórlaug
Snerting – Ólafur Jóhann
Brúin yfir Tangagötu – Eiríkur Örn Norðdahl
Aprílsólarkuldi – Elísabet Jökulsdóttir
Bróðir – Halldór Armand
Dauði skógar – Jónas Reynir
Dýralíf – Auður Ava
Hilduleikur – Hlín Agnarsdóttir
Havana – María Ramos
Innræti – Arndís Þórarinsdóttir
Kyrralífsmyndir – Linda Vilhjálmsdóttir
Ein – Ásdís Halla
Mæður geimfara – Sigurbjörg Þrastardóttir
Strendingar – Yrsa Þöll
Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Spænska veikin – Gunnar Þór Bjarnason
Bubbi Morthens – ferillinn í 40 ár – Árni Matthíasson
Draumar og veruleiki – Kjartan Ólafsson
Guðjón Samúelsson húsameistari – Pétur H. Ármannsson
Konur sem kjósa – Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Aðrar líklegar:
Þegar heimurinn lokaðist – Davíð Logi Sigurðsson
Berskjaldaður – Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Fuglinn sem gat ekki flogið – Gísli Pálsson
Í fjarska norðursins – Sumarliði Ísleifsson
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.
Spá: Ásgeir H Ingólfsson