Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skáld.is.

Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en Soffía Auður hefur meðal annars þýtt bækur Virginiu Woolf á íslensku og Gauti er um þessar mundir að leggja lokahönd á Töfrafjall Thomasar Mann. Auk þess veita þau okkur örlitla innsýn í færeyskar og þýskar bókmenntir.

Þetta er annar þátturinn sem Menningarsmyglið vinnur í samstarfi við Samstöðina, en þættirnir eru vikulegir og frumsýndir á sunnudögum klukkan fimm, en hægt verður að sjá þá seinna mér á Youtube. Fjallað verður um bíó og bækur til skiptis.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson