Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem koma fyrir í handtösku, spánskflugur og margt, margt fleira. Þar á meðal Erik Satie, sem á upphafstóna verksins.

Þeir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor og Árni Friðriksson menntaskólakennari og leikskáld eru gestir þáttarins – og fjalla auk Kóperníku um fyrri bækur Sölva, ævisögu Lyndon B. Johnson, bækur Margaret Atwood, Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og sitthvað fleira.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson