Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi,  eftir að allir voru búnir að útlista eigin reynslu (eða reynsluleysi) af slorinu.

Vestfirskar bókmenntir og jólabækurnar koma þó einnig við sögu, sem og sjónvarpsþættir á borð við Killing Eve, The Wire og Stranger Things, kongóska skáldsagan Tomorrow I’ll be 20 og verk pólska leikstjórans Krzysztof Kieslowski.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson