„Ég hef aldrei hitt rasista sem kann þjóðdansa“ – Svavar Knútur.

Hver er staða tónlistarmanna í rafrænum heimi á Covid-tímum? Hafa nýlegar vendingar hjá Spotify einhver áhrif þar á? Hvað með kaup Universal á Öldu Music, sem er með stóran hluta íslenskrar tónlistarsögu á sínum snærum?

Við fengum Svavar Knút tónlistarmann og Önnu Hildi leikstjóra og fyrrum framkvæmdastjóra ÚTÓN til að ræða þessi mál – og líka palestínskt og tælenskt rapp, þjóðdansa, borgaralaun og ævisögu Arnolds Schwarzenegger.

Hér fyrir neðan er svo spilunarlisti með broti af þeirri tónlist sem var til umræðu, þar sem breski rapparinn Little Simz, persneski rapparinn Hickas, nígeríski tónlistarmaðurinn JoeBoy, palestínski söngvarinn Bashar Murad, úgandíski söngvarinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bobi Wine koma við sögu, sem og gestir þáttarins, en við endum spilunarlistann á lagi með Svavari Knúti og stiklu myndar Önnu  Hildar, A Song Called Hate.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson