Josef skutlar mér niðrí bæ og rifjar upp þegar hann hitti Gregory Peck, Nastössju Kinski, Claudiu Cardinale og Oliver Stone og minnir mig á hvað þessi litli bæheimski bær er gegnsósa í kvikmyndasögunni. Josef býr í úthverfi Karlovy Vary um helgar en vinnur sem rafvirki í München á virkum dögum – en á síðasta áratug síðustu aldar vann hann á Hótel Pupp, glæsilegasta hóteli borgarinnar sem heldur öll fínustu partíin.

Þetta er sjötta skiptið sem ég mæti á kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary, en 53 skiptið sem hún er haldin. Þetta veit ég aðallega af því að grafískir hönnuðir hátíðarinnar eru gjarnir á að nota þessar tölur í lógóum hátíðarinnar – og 53 hefur sjaldan litið svona vel út. En eftir að hafa fundið stað í miðbænum öll hin árin gisti ég núna hjá Jósef úti í úthverfi og þarf að læra í fyrsta skipti á strætóana og leigubílana hérna, sem kostaði mig vissulega eina eða tvær myndir.

Pistilinn má lesa allan – eða hlusta á – hér á vefsíðu RÚV.

Auglýsingar