Það er kannski hálfgerð klisja að nefna en ég má til með að nefna Angels in America sem eitt af mínum uppáhalds hinsegin leikritum. Verkið fjallar um AIDS faraldurinn og inn í blandast pólitík og hugmyndir um aðra heima. Leikritið er lengsta leikrit sem ég hef séð, flókið og inn í spinnast margar sögur.

Satt best að segja ætlaði ég aldrei að nenna að sjá þetta verk. Hafði oft lesið um það og fannst lítið spennandi en fyrir einhverjum árum var bein sýningin frá uppsetningu í London hér í Bíó Paradís. Sýningin var tvö kvöld og ég var fremur skeptiskur á þetta allt en ákvað að fara og hef eiginlega ekki hætt að hugsa um leikritið síðar.

Texti: Atli Þór Fanndal

thorfanndal.com