Þrátt fyrir afskaplega hefðbundna uppbyggingu er Páfugl (Furiant) eftir Ondřej Hudeček allt annað en hefðbundin. Hún birtir okkur glefsur frá yngri árum tékkneska nítjándu aldar leikskáldsins Ladislav Stroupežnický og hvað varð til þess að hann færði sig úr rómantíkinni yfir í raunsæið: ástarsorg sem leiddi af sér eitt andlát og eitt misheppnað sjálfsvíg. En fléttan þýtur samt áfram og bíður oft upp á lúmskan húmor.

Myndbyggingin er innblásin af Barry Lyndon eftir Kubrick sem og landslagsmálverkum Barbizon-málaranna, en þessi tæplega hálftíma langa stuttmynd blandar saman tragedíu, rómans og svörtum húmor við teiknaðar senur, textaspjöld, sögumannsrödd og jafnvel brot úr handritinu sjálfu. Á útsmogin hátt ýjar myndin líka að því að Guð sjálfur, sem hér birtist sem bjart ljós á himni með reglulegum tónlistarlegum truflunum, líti með velþóknun á (og veiti jafnvel hjálparhönd) samkynhneigt samband aðalpersónunnar, þrátt fyrir alla (nærriþví) dauðdagana sem við verðum vitni að. Aðalpersónan mælir vart orð frá munni, en heil mannsævi birtist manni samt, og um leið verður þessi æskumynd af listamanninum sem hýrum ungum manni hreint listaverk.

Höfundur: André Crous

Höfundur er þýðandi og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi The Prague Post.