Stuttu eftir að John Lennon dóu gröffuðu nokkur tékknesk ungmenni nokkrar línur eftir söngvaskáldið á vegg í Prag, fyrir neðan Karlsbrúna. Þetta var á tímum kommúnismans og vestræn poppmúsík vitaskuld svívirðilegur vestrænn áróður og næsta áratuginn var dansinn stiginn einhvern veginn svona: öryggislögreglan kom og málaði aftur yfir graffið, sem voru ýmist Bítlalög eða myndir með tengingu við Lennon – og svo komu graffararnir aftur og gröffuðu meira. Veggurinn var og er í eigu Mölturiddarana, sem hafa alltaf stutt graffarana.

Ungmennin voru fljótlega uppnefnd Lennonistar og kölluð öllum illum nöfnum, sögð alkóhólistar, brjálæðingar eða erindrekar vestræns kapítalisma – og undir lok kommúnistatímans börðust hundruðir stúdenta fyrir öryggislögregluna á Karlsbrúnni í kjölfar nýlegs graffs.

Núorðið er þetta orðinn mikill túristastaður og skilaboðin á veggnum eru öllu óumdeildari óskir um heimsfrið og annað slíkt, sjálfu-listinn er stunduð enn grimmar en graffið, þótt enn sé graffað – og stundum er graffið jafnvel ádeila á Lennon sjálfan, þar sem honum er sagt að hann hefði mátt berja færri konur.

Texti og myndvarp: Ásgeir H Ingólfsson