Eftir Eyþór Gylfason

Samtíminn var popplag
andvana partí
þrír hljómar
á köflóttu dansgólfi

viðlagið
þýðingarlítið
illgresi

og því drekk ég kampavín
með sjóndöprum hljómagangi
og skála fyrir endalokunum

Hvítt suð er titilljóð samnefndrar bókar sem kom út síðasta föstudag. Í útgáfupartíið sá Drengurinn fengurinn um tónlist, en hann er með ljóðskáldinu á myndinni.