Menningarsmygl mun í desember bjóða lesendum upp á ókeypis menningarafurðir í jóladagatali smyglsins. Sum verkin eru komin úr höfundarrétti – önnur ókeypis á netinu að ósk höfunda og/eða rétthafa, það er allur gangur á þessu; aðalmálið er þetta: þetta eru ókeypis listaverk fyrir ykkur, svo þið getið sparað pening fyrir jólabókunum!

Við byrjum að sjálfsögðu á byrjuninni, á elstu varðveittu verkum vestrænna bókmennta, kviðum Hómers, Ilionskviðu og Odyseifskviðu nánar tiltekið. Í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og með myndskreytingum eftir Halldór Pétursson.

Hér eru Akkíles, Ódyseifur, Helena fagra og sönggyðjan öll mætt, já og auðvitað kýklóparnir! Stríð um Tróju og svo heimförin mikla til Íþöku.

Það er Rafbókavefurinn sem á veg og vanda af því að koma verkunum á stafrænt form og þar má lesa sér nánar til um verkin.

Hér er Ilíonskviða og hér er Odyseifskviða, njótið lestursins! Já, og svo getiði líka séð Kirk Douglas hér fyrir neðan sem Ódyseif.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.