Ég upplifði Jólaævintýri Charles Dickens fyrst í uppfærslu Leikfélags Akureyrar – í annarri tilraun. Árni Tryggvason slasaðist nefnilega í fyrri leikhúsferðinni, þegar Skröggur fer upp stiga, þannig að við þurftum að bíða þangað til hann hafði náð sér til að sjá endann. En bókin sjálf er auðvitað aðalmálið, A Christmas Carol, mögulega best skrifaða saga Dickens og hana má finna hér – og velja á milli nokkurra útgáfa, eftir því hvort menn vilja litmyndir John Leech, svart-hvítar myndir G.A. William, bæði lit- og svart-hvítar myndir eftir Arthur Rackham eða jafnvel bara elstu útgáfuna með myndum eftir sjálfan Anonymous.
Loks má líka hlusta á söguna hér í flutningi bresks skáldabróður Dickens, Neil Gaimans. Og með Jólaævintýri Skröggs gamla býður Menningarsmyglið gleðileg jól!
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.