Beitiskipið Pótemkín eftir Sergei Eistenstein er auðvitað einhver frægasta kvikmynd kvikmyndasögunnar – og mögulega sú allra frægasta sem er dottin úr höfundarrétti. Barnavagninn rúllar niður tröppurnar í Odessa og sjómennirnir gera uppreisn. En kannist þið við tyrknesku endurgerðina?

Fyrir þrettán árum síðan tóku 105 tyrkneskir háskólanemar – í 15 hópum – sig til og endurgerðu myndina, skot fyrir skot. Myndina má svo sjá hérna fyrir neðan, þar sem frumgerðin og endurgerðin eru hlið við hlið. Þetta kemur raunar langbest út þegar þetta er ekki of nákvæmt, en samt einhver skrítin galdur á milli atriðana. Og þótt vitaskuld sé tyrkneska endurgerðin ekki jafn listræn og sú upprunalega, er ofboðslega gaman að sjá hvernig atriðin eru túlkuð með litla sem enga fjármuni og aðeins meðlimi hópsins til að leika. Svo það má halda áfram með þetta, þetta verkefni er ekki fullklárað og það má bæta við það eða starta nýju – svona ef ykkur leiðist á aðventunni …

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.