Ísland hrynur niður í PISA-könnunum og fólk hefur áhyggjur af því að foreldrar lesi ekki fyrir börnin. En íslenskar bækur kosta sitt – og ef ástæðan eru blankheit frekar en tímaskortur þá er hægt að hugga blanka foreldra með því að Dimmalimm er þó til ókeypis á internetinu, enda meira en 70 ár síðan Muggur dó – heil 95 ár raunar.
Sagan af Dimmalimm fjallar um samnefnda kóngsdóttur og nokkra svani – og í bónus er rétt að láta fylgja Wikimedia Commons mynd eftir Magnús Ólafsson af Muggi, sem virðist annað hvort hafa verið í Bítlunum eða Star Trek – eða jafnvel hvoru tveggja.
Hér má svo hala Dimmalimm niður á Rafbókavefnum.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.
Muggur var dásamlegur listamaður sem lest allt of snemma. Johannes úr Kötlum samdi um hann ljóð sem byrjar svona: Nei ertu þá kominn kæri Muggur: ég kætist mjög við að hitta þig