Roger Corman leikstýrði Litlu hryllingsbúðinni – The Little Shop of Horrors – í kjölfar þess að hann fékk að nota leikmyndina í myndinni sem hann gerði á undan í tvo aukadaga, áður en hún yrði rifin niður. Þannig að eftir þrjá daga af æfingum þá var myndin öll tekin upp á tveimur dögum og einni nóttu. Ungur og óþekktur leikari er svo í litlu hlutverki í myndinni, Jack nokkur Nicholson, tæpum áratug áður en hann sló í gegn í Easy Rider.

Sagan hverfist svo vitaskuld um mannætuplöntuna Auði, blómabúðastarfsmanninn nöfnu hennar og aðra starfsmenn búðarinnar, sadíska tannlækna og fleiri gómsætar mannverur.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.