The Awakening kom fyrst út árið 1899 og er olli töluverðri hneysklan þá, enda fjallar hún um konu sem uppgötvar sitt eigið sjálf og sína eigin kynhvöt í miðju óhamingjusömu hjónabandi. Löngu seinna varð bókin viðurkennd sem lykilverk femínískra bókmennta, en maður man ekki síður vel hafið og suðurríkjahitann sem fylgir andrúmi þessarar mögnuðu bókar.

Kate Chopin er af írsk-frönskum ættum og ólst fyrst og fremst upp innan um konur; allar systur hennar dóu í æsku, bróðirinn í stríði og pabbinn varð fyrir lest. Því ólst hún upp heima hjá mömmu sinni, ömmu og langömmu – sem allar voru ekkjur. Langa-langa-amman hafði hins vegar verið fyrsta konan í St. Louis til þess að fá löglegan skilnað og sá ein fyrir börnunum fimm eftir það. Chopin sjálf var orðin sex barna móðir og ekkja 32 ára gömul og þá fór hún að skrifa til að sjá fyrir fjölskyldunni.

Það var svo tæpri öld seinna sem bókin var loks þýdd á íslensku. Jón Karl Helgason þýddi bókina sem Sálin vaknar og þá þýðingu þarf að fara á bókasafn, bókabúð eða bókamarkað til að finna, enda Jón Karl sprelllifandi og þýðingin því enn í höfundarrétti.

En ensku útgáfuna má lesa í hinum ýmsu formum hér og hér má finna hljóðbókina.

Og ef þið eruð ekki sannfærð, leyfið John Goodman að sannfæra ykkur!

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.