Halla Kristín Einarsdóttir vann Einarinn (aðalverðlaun Skjaldborgar) tvisvar fyrir kvennasögutvennu sína – Konur á rauðum sokkum og Hvað er svona merkilegt við það?

Báðar myndirnar eru skörp pólitísk analýsa en sömuleiðis stórskemmtilegar og stundum drepfyndnar. En það sem skiptir kannski mestu máli er hvernig þær sýna hvað var mikið pönk í þessari baráttu – sem hefur oft verið vanmetinn þáttur í seinni tíma söguskoðun.

Fyrri myndin fjallar um sögu Rauðsokkuhreyfingarinnar á áttunda áratugnum og það er hún sem er fáanleg í heild sinni á Vimeo í opinni dagskrá, með frábærum teiknimyndasenum Unu Lorenzen.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.