Útvarpsserían S-Town kom út fyrir hálfu þriðja ári og fjölluðu um skítapleisið Woodstock, altso Shit Town, í Alabama. Aðalpersóna þáttanna er samkynhneigði klukkuviðgerðarmaðurinn John B. McLemore, sem kemur til útvarpsmanns og grunar að ekki sé allt með feldu í plássinu.

Brian Reed gerir þættina og helsti galdur þeirra er að maður skiptir um skoðun í hverjum þætti um hvað þessir þættir eiginlega eru. Eru þeir um óleyst morðmál? Eru þeir um McLemore sjálfan, þennan furðu raffíneraða og menntaða sveitalubba?

Þetta er gotnesk suðurríkjasaga í útvarpi – eins og Ingi Björn Guðnason rekur í ítarlegum pistli um þættina á Starafugli.

En hér finniði þættina sjálfa – fyrirtaks sunnudagshlustun, og svo má auðvitað treina þetta yfir alla vikuna.

Hér má svo lesa nokkurs konar framhald, viðtal við eina persónuna í Esquire ári síðar.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson