Konseptið er einfalt; þrír vinir að drekka bjór, spila tónlist og deila um merkingu nýjustu Guns N‘ Roses plötunnar. En galdurinn við The Gentlemen er að manni finnst maður varla vera að horfa á bíó, þetta er meira eins og að verða vitni af þremur aldavinum á andríkri kjaftatörn. Stórskemmtilegt, fyndin og mannleg stuttmynd eftir Janus Braga Jakobsson, með þeim Andra Frey Viðarssyni, Sindra Má Finnbogasyni og Hauk Þórðarssyni í aðalhutverkum. Það er svo Tinna Ottesen sem hannar sviðsmynd og þá er þetta frumraun norska tökumeistarans Sturlu Brandth Grøvlen á bak við myndavélina, en á þeim áratug sem síðan er liðin hefur hann skotið Hrúta og Hjartastein, sem og þá mögnuðu þýsku mynd Victoria, sem hann tók í aðeins einni töku.
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.