Himininn yfir Berlín var frumsýnd árið 1987, rétt áður en Berlínarmúrinn var rifinn niður. Þótt fæsta hefði grunað það þá. Heimur englanna er svart-hvítur en heimur hinna mennsku er í lit. Rétt eins og við ímynduðum okkur sum að heimurinn væri í kalda stríðinu, hinum megin múrs var allt svart-hvítt og hérna megin var allt í lit, grasið var barasta ekki einu sinni grænt hinum megin. Berlín var klofin borg – og núna er Berlín allt önnur borg, allt breytist og við breytumst og skiljum og gleymum, en alltaf er Berlín englanna jafn falleg og harmræn, ljóðræn og skáldræn og Nick Cave heldur áfram að segja okkur sögur af stúlkum og englum og djöflum.

Þetta allt og meira til skrifaði ég um þessa bestu mynd í heiminum fyrir tveimur árum – en hérna fyrir neðan má sjá hana í heild sinni. Að vísu bara á þýsku – en þá er bara að finna góðan þýskumælandi vin til að horfa með!

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.