Haustið 2012 leikstýrir Símon Birgisson útvarpsleikritinu Harmsögu eftir Mikael Torfason fyrir Rás 1. Haustið 2013 gagnrýnir svo þessi sami Símon Birgisson sviðsleikritið Harmsögu eftir Mikael Torfason í Djöflaeyjunni. Strax að gagnrýninni lokinni er svo nýr liður, þar sem mælt er með nokkrum verkum. Í leikhúsinu er mælt með þrem verkum – þar á meðal Englum alheimsins, verki sem Símon Birgisson og Þorleifur Örn Arnarson sömdu leikgerðina við.
Ísland er vissulega lítið land – og sérstaklega menningarheimurinn þar sem flestir þekkjast eitthvað innbyrðis og nánast ómögulegt að starfa sem gagnrýnandi eða menningarblaðamaður án þess að koma stundum að umfjöllun um verk fólks sem þú þekkir ágætlega – en það hlýtur þó að vera rétt að hafa einhver lágmarksviðmið, stunda einhverja lágmarksfagmennsku – að minnsta kosti hjá stofnun á borð við Ríkissjónvarpið.
Ásgeir H Ingólfsson