(og hvernig er hægt að panta hana)
Framtíðin er núna. Gott ef hún er ekki nú þegar búin. Fortíð, nútíð og framtíð mætast í ljóðum um Jóhönnu af Örk og svifbretti, Henry Ford og Harrison Ford, Sarajevo og Krímskagann.
Framtíðin er ljóðabók sem ég skrifaði og safnaði fyrir á Karolina Fund – og þar sem söfnuninni er lokið þótti mér rétt að finna henni nýtt heimili á internetinu.
Hér getiði til dæmis séð tvö vídjó sem Gunnlaugur Starri gerði eftir tveimur ljóðanna:
Ef þið misstuð af söfnuninni, en viljið kaupa bókina, þá er það einfalt mál – einfaldast er líklega að millifæra bara (og sendiði ímeil á asgeirhi@gmail.com í leiðinni, svo ég viti hvert á að senda).
Reikningsupplýsingar:
Kennitala: 200876-4589
Bankanúmer: 0162-26-002208
Hér er svo verðlistinn:
Rafrænt eintak af bókinni: 2000 kr.
Áritað eintak af bókinni í heimsendingu 3000 kr.
Áritað eintak af bókinni í heimsendingu, plús Grimm ævintýri 3500 kr.
Tvö eintök af bókinni 5000 kr.
Hér er svo örlítið um hvernig þetta byrjaði allt saman:
Ásgeir H Ingólfsson