Fimmti þáttur af Ljóðamála á almannafæri fer í loftið klukkan 20.30 á N4 í kvöld, 13. júlí. Þannig að núna er tímabært að hita upp með því að kynna skáld og leikstjóra kvöldsins stuttlega til leiks.
Jonas Gren frá Svíþjóð er fyrra skáld kvöldsins. Hér ræðir hann ljóð og loftslagsmál.
Eiríkur Örn Norðdahl þýðir Jonas Gren fyrir okkur. Hér má horfa á útgáfuhóf síðustu ljóðabókar Eiríks, Óratorrek, þar sem önnur ljóðskáld tróðu upp sem, og nokkrir leikarar og tónlistarmenn.
Eiríkur er einnig gítarleiki í hljómsveitinni Sjökvist. Hér má sjá eitt myndband frá þeim.
Þá var ein af hans fyrstu þýðingum á Ýlfri Alan Ginsberg. Hér er örlítið smygl um hana, sem og upplestur Eiríks á þýðingunni.
Þórdís Helgadóttir er seinna skáld kvöldsins. Hún er handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör og gaf út smásagnasafnið Keisaramörgæsir fyrir fáeinum árum, sem varð seinna bók vikunnar á Rás 1.
Hér er svo heimasíða Þórdísar:
Og hér er hún í spjalli við Leslistann:
Magnea B. Valdimarsdóttir leikstýrir seinna ljóðamyndbandi kvöldsins. Hún gerði stutta heimildamynd, Helgi á Prikinu, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan á Vimeo.
Þetta var uppáhaldsmynd smyglara á Sprettfisknum 2020 – eins og má lesa um í meðfylgjandi tengli:
„Það er einföld en göldrótt þegar heimildamyndagerðarmaður finnur einfaldlega viðfang sem er svo heillandi að það er nóg að leyfa honum bara að vera. Það fyrsta sem þú tekur eftir er danski hreimurinn, dönsk vísa sem hann fer með í upphafi gefur til kynna að einhverju leyti danskan uppruna, en fljótlega fer maður bara að kunna að meta hlýjuna sem stafar frá manneskju hvers lífsgildi eru einfaldlega gæska og forvitni, tveir eiginleikar sem eru mun skyldari en flestir átta sig á.
Það sést vel í því hvernig allir starfsmenn og margir fastakúnnana faðma Helga við hvert tækifæri, á þessum tímum félagslegrar fjarlægðar er þetta svo sannarlega góður staður til að stoppa við og ná sér í nokkur faðmlög á filmu.“
Á Vimeo-síðu Magneu má svo sömuleiðis sjá myndirnar Kanarí, Hverfisgata, Bónuskonur og Dóra gullsmiður: örmynd. Hún vinnur nú að Hvunndagshetjum, sinni fyrstu heimildamynd í fullri lengd.
Að venju mun Darrell Jónsson sér um upptöku í myndveri MeetFactory, þar sem Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna dagskrána.
Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.
Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá, sem og stutt stef í lestri Jonasar og Eiríks.
Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.