Soffía Bjarnadóttir og Akureyrarskáldið Ásgeir H Ingólfsson eru skáld fjórða þáttar Ljóðamála. Soffía hefur sent frá sér tvær skáldsögur og ljóðabækurnar Beinhvít skurn og Ég er hér og Ásgeir hefur sent frá sér ljóðabækurnar Grimm ævintýri og Framtíðina. Bæði eru svo með spánýja ljóðabók væntanlega.

Þáttinn má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, en það eru Atli Sigurjónsson og Darrell Jónsson sem sjá um leikstjórn, Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna prógrammið og áðurnefndur Darrell sér um upptöku í stúdíói.

Kári Liljendal og Magnea Björk Valdimarsdóttir leikstýra ljóðamyndböndunun og fyrir utan þau kemur hefðbundið fastagengi Ljóðamála að útsendingunni; Darrell Jónsson sér um upptöku í myndveri MeetFactory, þar sem Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna dagskrána.

Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.

Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá.

Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.