Skáld fimmta þáttar eru hinn sænski Jonas Gren og nýjasti handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör, Þórdís Helgadóttir. Jonas hefur sent frá sér fimm ljóðabækur og sú nýjasta er sonnettusveigur um gönguskíði. Þórdís mun senda frá sér sína ljóðabók í haust en hefur gefið út smásagnasafnið Keisaramörgæsir.
Ísafjarðarskáldið Eiríkur Örn Norðdahl þýðir ljóð Jonasar en það eru Darrell Jónsson & Ásgeir H Ingólfsson annars vegar og Magnea Björk Valdimarsdóttir sem sjá um leikstjórn, Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna prógrammið og Darrell Jónsson sér um upptöku í myndveri MeetFactory.
Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.
Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá – og á líka smá tónlistarbrot á milli Jonasar og Eiríks.
Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.