Baldvin Z er þessa dagana að frumsýna sína þriðju bíómynd, Lof mér að falla, en útsendari Menningarsmygls náði á honum rétt eftir hátíðarfrumsýningu og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Basquiat, Glerá og Steve Buscemi koma við sögu.

Ertu með einhver góð ráð við frumsýningarskjálfta?

Armbeygjur!!!

Hver leikstýrir ævisögunni og hver leikur aðalhlutverkið?

Danny Boyle leikstýrir og Steve Buscemi leikur.

Af hverju kvikmyndaleikstjóri?

Var svo agalega heillandi.

Hver er eftirminnilegasta utanlandsferðin?

New York 1999, man lítið eftir henni.

Hvaða listaverki myndirðu vilja smygla inná öll heimili?

Öllum málverkum Basquiat.

Þú ert ráðinn dagskrárstjóri hjá kvikmyndahúsí í eina viku (með ótakmörkuð fjárráð) – hvað yrði á boðstólnum?

Seventies katalógurinn frá USA – bestu myndirnar.

Forvitnilegasta ljóðskáld 21 aldarinnar?

Breki Karlsson.

Hvaða kennari hafði áhrif?

Kine Ravn.

Hvar er draumurinn?

Að lifa lífinu…. Lengi lengi.

Ljósmyndari tekur portrett-mynd af þér – hvað væri hinn fullkomni bakgrunnur?

Glerá.

Merkilegasti óuppgötvaði listamaðurinn?

Toggi Nolem.

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Keypti mér Fiat 126 – 76’ módel.

Bók sem þig langar að kvikmynda?

Room – langaði að gera kvikmynd, en það er búið að gera hana.

Hvaða plötu á lesandi að setja á fóninn á meðan hann les þetta?

Dummy með Portishead.

Síðasta sjónvarpsþáttasería sem þú horfðir á í einni lotu?

Sharp Objects.

Skemmtilegasta kvikmyndahátíð sem þú hefur farið á?

Kvikmyndahátíðin í Toronto.

Uppáhaldsorðið þitt?

Föndra.

Þú færð að gera bíómynd erlendis, hvar sem er nema á Íslandi. Hvar endarðu?

Í Argentínu.

Er eitthvað sem þú vilt spyrja næsta smyglara?

Hver er kóngurinn, Friðrik Þór eða Hrafn Gunnlaugson?

LofMéraðFalla.jpg