Menningarsmygl kynnir – úr stúdíóinu á Uruguayska 21 – fyrstu óbeinu útsendinguna af Menningarfréttum! Allt það helsta úr menningu vikunnar á örfáum mínútum! Naminískt rapp, Auður Ava, James Dean, Leonard Cohen, Ríkharður þriðji, Steinn Steinarr, Berlínarmúrinn og Flauelsbyltingin koma öll við sögu.
Og innilega sorrí Rachel Kushner fyrir að kalla þig Rachel Hughes! Svona getur vafasöm rithönd farið með mann :/
Meðal efnis í fyrstu útgáfu Menningarfrétta er:
Yfirlit yfir frönsku bókmenntaverðlaunin Prix Medicis og tónlistar- og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Heimsendir, Steinn Steinarr, Jonas Eika og geimverur koma við sögu.
Manifesto Menningarfrétta.
Finding Jack, nýja myndin hans James Dean.
Fall Berlínarmúrsins og Flauelsbyltingin í Prag.
Ríkharður III textaður.
Aðgerðir skoska þjóðlistasafnsins gagnvart loftslagsvánni.
Valið ljóð um atburði vikunnar.
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð þess.