Það er kominn tími á drungalegt óveður á fjúkandi hæðum, órökrétta ást, nekrófílíu og forboðna viktoríanska ást. Já, auðvitað þau Heathcliff og Cathy í Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Svo skellið þið vitaskuld afmælissystur hennar Kate Bush á fóninn og lesið undir sæng um örlög og æði á nítjándu öldinni.

Hér má lesa bókina í nokkrum útgáfum – og svo skellum við hér fyrir neðan stiklum af nokkrum af ótal bíóútáfum bókarinnar. Og þótt sir Laurence og Merle Oberen sé auðvitað klassíkin er ég alltaf veikur fyrir Ralph Fiennas og Juliette Binoche myndinni.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.