Ertu staddur í kjörbúðinni? Er það mögulega í laumi uppáhaldsstund dagsins, þegar þú hittir annað fólk? En svo kemurðu í ávaxtadeildina og langar að koma við tómatana? En þá þarftu að kaupa þá – og það gildir um allar vörur í búðinni, þú þarft að hemja þínar handóðu hendur ef þú ert ekki þeim mun ákveðnari í að kaupa viðkomandi vöru.
En það er enginn að banna þér að dansa. Sem þýðir bara eitt: þú verður að vera með MC Hammer í heyrnatólunum að leggja þér lífsreglurnar. Sem eru skyndilega mjög einfaldar: Ekki snerta! Eða eins og skáldið orti:
I told you homeboy (U can’t touch this)
Yeah, that’s how we living and you know (U can’t touch this)
Look at my eyes, man (U can’t touch this)
Þetta var Ráðlagður dansskammtur í sóttkví # 4
Það er vitaskuld mikilvægt fyrir almenna lýðheilsu að fólk hreyfi sig eitthvað örlítið þótt það sé mest innivið, hvort sem um er að kenna veirum og/eða snjó. Þannig að smyglið mun hér eftir reyna að sjá fyrir reglulegum ráðlögðum dansskammti í sóttkví. Það er ráðlagt að dansa þetta í einrúmi eða með einhverjum sem þú treystir mjög vel, svo þú dansir alveg örugglega jafn asnalega og nauðsyn krefur.
* Sóttkví er hér samheiti yfir hefðbundna sóttkví, sjálfskipaða sóttkví, einangrun, útivistarbann eða aðra mis-þvingaða inniveru vegna kófsins.
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.
Texti: Ásgeir H Ingólfsson